Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun en samkvæmt ákæru er hún sögð hafa átt sér stað þann 28. júní 2015, fyrir rúmum níu árum síðan. Vísir greinir frá en samkvæmt frétt miðilsins er það er héraðssaksóknari sem höfðar málið.
Vísir segir manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri konu og fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng hennar, notfært sér að hún hafi verið sofandi og ekki getað spornað við verknaðinum.
Konan krefst 2,5 milljóna í miskabætur vegna málsins sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og eins og áður segir er það héraðssaksóknari sem höfðar málið. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.