Frankie Muniz, aðalleikari þáttanna Malcolm in The Middle, hefur lagt til að framleiðsla á þáttunum hefjist á ný. Hann leggur til að þættirnir kallist „Malcolm in the Mid-life Crisis“ sem myndu augljóslega fjalla um einhvers konar tilvistarkreppu aðalpersónunnar.
How fun would "Malcolm In The Mid-life Crisis" be? I wonder what Malcolm and his family would be up to now!
— Frankie Muniz (@frankiemuniz) September 7, 2015
Malcolm in the Middle nutu mikilla vinsælda á árum áður en hætt var að framleiða þá fyrir níu árum. Sjö þáttaraðir voru framleiddar og hér á landi voru þættirnir sýndir á Skjá einum.
Muniz hefur ekki látið mikið fyrir sér fara undanfarið en Bryan Cranston, sem fór á kostum sem pabbi Malcolms, sló eftirminnilega í gegn sem Walter White í þáttunum Breaking Bad.
Todd Van Luling, blaðamaður Huffington Post, spurði Muniz út í málið á Twitter og fékk þau svör að hann væri að kanna áhugann á mögulegri endurgerð: „Við sjáum til,“ sagði hann.
@toddvanluling just gaging interest… We'll see…
— Frankie Muniz (@frankiemuniz) September 7, 2015