Auglýsing

Aðalmeðferð í máli Thomasar Möller Olsen hefst í Landsrétti – Reynir að sýna fram á sakleysi

Aðalmeðferð í máli Thomasar Möller Olsen hefst í Landsrétti í dag en hann var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur sem og smygl á fíkniefnum. Thomas mun í dag gefa mun skýrslu fyrir dómi.

Til stóð að Thomas Möller yrði vigtaður og látinn máta úlpu en blóð úr Birnu fannst á úlpunni. Thomas hefur þegar mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu. Thomas heldur því fram að úlpan sem er af stærðinni medium geti ekki verið hans. Samkvæmt greinargerð verjanda hans er hann 188 cm á hæð og þrekvaxinn og notar XL en ekki Medium.

Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Thomasar, snýr að stórum hluta að því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Nikolaj sem alla tíð hefur haldið fram sakleysi sínu í málinu var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Hann ber fyrir sig minnisleysi sökum áfengisneyslu.

Fjölmiðlum er ekki heimilt að flytja fréttir af skýrslutökunum, fyrr en þeim er lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing