Grínleikarinn Adam Sandler hyggst framleiða og leika í fjórum kvikmyndum sem verða ekki sýndar í kvikmyndahúsum en fara í þess í stað beint á Netflix.
Þessar fréttir koma nokkrum dögum eftir að tilkynnt var að framhald kvikmyndarinar Crouching Tiger, Hidden Dragon komi fyrst út á Netflix. Því svöruðu stærstu kvikmyndahúsakeðjurnar í Bandaríkjunum með því að lýsa yfir að myndinni stæði ekki til boða að vera einnig sýnd hjá þeim.
Á vefsíðuinni Deadline.com er fjallað um útspil Sandler og haft eftir Ted Sarandos, efnisstjóra Netflix, að myndir hans séu afar vinsælar á efnisveitunni:
Fólk elskar myndirnar hans Adams á Netflix og horfir oft aftur og aftur. Hann höfðar til áhorfenda á öllum öllum aldri, allir eiga uppáhaldsmyndir og uppáhaldslínur. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim.
Sjá líka: Nýtt á Netflix í október.