Auglýsing

Ali Baba lokað vegna misskilnings, svangir gestir gripu í tómt

Svangir gestir veitingastaðarins Ali Baba gripu í tómt eftir hádegi í gær þegar skyndilega var búið að loka veitingastaðnum. Þeir þurfa þó ekki að óttast því að lokunin varði aðeins í nokkrar klukkustundir.

Staðurinn verður opnaður kl. 11 í dag líkt og alla aðra daga.

Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba, segir í samtali við Nútímann að vegna misskilnings hafi staðnum verið lokað í nokkrar klukkustundir. Hann taldi að hann hefði skilað inn réttum pappírum en svo reyndist ekki vera.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing