Auglýsing

Adrift þriðja aðsóknarmesta mynd Bandaríkjanna, þénaði rúman milljarð um helgina

Adrift, nýjasta mynd Baltasars Kormáks, er þriðja aðsóknamesta kvikmyndin í Bandaríkjunum og hefur nú halað inn ellefu og hálfri milljón dala eða rúmlega einum milljarði íslenskra króna samkvæmt útreikningum BoxOffice Mojo sem heldur utan um aðsókn í kvikmyndahús í Bandaríkjunum.

Myndin var tekin til almenna sýninga á föstudag og var sýnd í þrjú þúsund kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum yfir helgina.

Tekjur myndarinnar eru undir væntingum en áætlað var að hún myndi þéna allt að 15 milljón dollara fyrstu helgina í sýningum. Myndin kostaði 35 milljón dollara í framleiðslu eða 3,6 milljarða íslenskra króna. 

Reese Witherspoon var hæstánægð með myndina

Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing