Fulltrúar fimm flokka á alþingi lögðu inn beiðni um skýrslu í síðustu viku til að:
[…]draga saman á einn stað upplýsingar sem eru forsenda þess að unnt sé að vanda til undirbúnings að afnámi sérstöðu þjóðkirkjunnar í samanburði við önnur skráð trú- og lífsskoðunarfélög.
Í beiðninni er minnst á að meðlimum þjóðkirkjunnar hafi fækkað stöðugt frá 2009. Og segir í henni að á meðan 89% voru meðlimir þjóðkirkjunnar um síðustu aldamót þá standi þriðjungur þjóðarinnar utan hennar í dag.
Samkvæmt hagstofunni eru 67% Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna.
Í niðurlagi beiðnarinnar kemur fram:
Að lokum óska skýrslubeiðendur mats ráðherra á því hvaða hagsmunaaðila væri rétt að fá til samráðs um lagalegan aðskilnað ríkisins og þjóðkirkjunnar svo að hugsanlegur aðskilnaður geti farið fram í víðtækri sátt og án þess að grafið verði undan starfsgrundvelli þjóðkirkjunnar.
Þeir alþingismenn sem leggja til þessa beiðni:
Frá Viðreisn
Jón Steindór Valdimarsson
Frá Pírötum
Frá Vinstri Grænum
Frá Samfylkingu
Frá Sjálfstæðisflokki