Stór hópur íslenskra kvenna ætlar að koma saman á sunnudaginn og lesa sögur úr #MeToo baráttunni sem ekki hefur farið framhjá neinum undanfarnar vikur og mánuði. Flutningur fer fram á sama tíma á Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði og Reykjavík á sama tíma.
Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa koma meðal annars úr röðum sviðslistakvenna, tónlistarkvenna, stjórnmálakvenna, fjölmiðlakvenna, íþróttakvenna, kvikmyndagerðarkvenna og kvenna í tæknigeiranum.
#metoo baráttan hefur farið sem eldur í sinu um allan heim í kjölfar þess að leikkonur í Bandaríkjunum stigu fram og sökuðu framleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. En óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast ekki láta neina starfsstétt ósnortna.
Meðal þeirra sem lesa í Reyjavík eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrum borgarstjóri, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir, tónlistarkonurnar Hildur og Sigríður Thorlacius.
Nánar um viðburðinn má lesa hér.