Auglýsing

Ætla að taka yfir símatíma á Útvarpi Sögu

Rúmlega 200 manns segjast ætla að hringja inn á Útvarp Sögu á föstudaginn og taka þannig yfir símatíma stöðvarinnar.

 

Ungir jafnaðarmenn standa fyrir fjöldainnhringingu á Útvarp Sögu á föstudag og í tilkynningu kemur fram að fjöldi fólks ætli að hringja inn í símatíma útvarpsstöðvarinnar.

Sjá einnig: Sjö hrikalegustu ummælin frá hlustendum Útvarps Sögu um hinseginfræðslu

Ummæli hlustenda Útvarps Sögu um hinseginfræðslu vöktu mikla athygli í gær en þegar þetta er skrifað hafa á sjötta þúsund manns dreift umfjöllun Nútímans um málið á Facebook.

Í tilkynningunni frá Ungum jafnaðarmönnum kemur fram að hatursorðræða lifi góðu lífi á Útvarpi Sögu.

Þáttarstjórnendur leyfa henni að grassera og taka í mörgum tilvikum undir hana. Sendum Útvarpi Sögu skýr skilaboð um að hatursorðræða sé ekki liðin í okkar samfélagi.

Ungir jafnaðarmenn hvetja fólk til að hringja inn í símatíma stöðvarinnar á föstudaginn frá 9 til 12 og taka þannig upp hanskann fyrir minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk og innflytjendur „sem verða fyrir reglulegu aðkasti á stöðinni.“

Þegar þetta er skrifað hafa 235 manns boðað símtal á Útvarp Sögu á föstudag í viðburði á Facebook. Ljóst er að sá fjöldi myndi hreinlega taka yfir símatíma stöðvarinnar.

Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir að Pétur Gunnlaugsson, þáttarstjórnanda á Útvarpi Sögu, hafi gengið allt of langt þegar hann tók undir ummæli sem hún segir að megi sem hatursorðræðu.

„Það er ábyrgðarhluti af hálfu þáttarstjórnanda að stöðva hatursorðræðu og leyfa fólki ekki að komast upp með að níða skóinn af minnihlutahópum,” segir hún.

„Nú hefur Útvarp Saga trekk í trekk opnað á þessa umræðu án þess að leyfa hinsegin fólki eða flutningsmönnum tillögunnar um hinseginfræðslu að svara fyrir sig. Við krefjumst þess að skynsamar raddir fái að veita þessum öfgum mótvægi.“

Óskar Steinn Ómarsson, upplýsingafulltrúi Ungra jafnaðarmanna og formaður Bersans – UJ í Hafnarfirði, hefur ekki fengið svar við beiðni sinni um að mæta í þáttinn til Péturs og útskýra fyrir hlustendum Útvarps Sögu út á hvað hinseginfræðsla gengur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing