Auglýsing

Ætlar að vera fyrstur til að synda yfir Kyrrahafið

Frakkinn Ben Lecomte ætlar að synda yfir Kyrrahafið fyrstur manna. Tilgangurinn er að vekja athygli á loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar.

Með honum í för verður áhöfn vísindamanna sem ætla meðal annars að rannsaka plastmengun, áhrif kjarnorkuslyssins í Fukushima á sjávarlífið og súrnun sjávar.

Lecomte hóf sundið í gær frá Japan og ætlar að synda til San Fransisco. Hann mun að synda í átta tíma á dag en leiðin er níu þúsund kílómetrar. Áætlað er að hann verði meira en hálft ár að klára sundleiðina en ferðin er búin að vera í undirbúningi í sex ár.

Leiðin er alls ekki hættulaus en hann getur átt von á því að mæta hákörlum, verða stunginn af risamarglyttum, lenda í stormum og mikilli ölduhæð.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann syndir yfir úthaf en hann var einnig fyrsti maðurinn til að synda yfir Atlantshafið árið 1998.

Þá synti hann 6400 kílómetra á 73 dögum. „Aldrei aftur“ var það fyrsta sem hann sagði þegar hann kom í land en honum hefur greinilega snúist hugur.

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing