Auglýsing

Ætlar Skúli að standa við stóru orðin? WOW óskar eftir að ráða 115 flugmenn og 70 flugstjóra

Flugfélagið WOW Air óskar eftir að ráða 115 flugmenn og 70 flugstjóra. Þetta kemur fram í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Sjáðu auglýsinguna hér fyrir neðan. Í auglýsingunni kemur fram að flugfélagið leiti að fólki í framtíðarstöf sem getur hafið störf sem fyrst.

Á sunnudag bárust fréttir af því að Icelandair hafi sagt upp 115 flugmönnum og 70 flugstjórum. Í viðtali við Morgunblaðið sagðist Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, glaður „bjóða þessu ágæta fólki vinnu“. Hann mátti svo til með að bæta við: „Svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar.“

Sjá einnig: Ískaldur Skúli Mogensen skýtur föstum skotum á Icelandair aftur og aftur og aftur

Í auglýsingunni frá WOW Air í dag kemur einnig fram að flugfloti WOW Air sé einn sá yngsti í heimi og fari stöðugt stækkandi. „Hann samanstendur nú af þremur Airbus A320 flugvélum, ellefu A321 flugvélum og þremur Airbus A330 breiðþotum,“ segir í auglýsingunni.

Þá kemur fram að von sé á enn fleiri splunkunýjum vélum og að í lok árs 2018 muni flotinn telja alls 24 flugvélar. „Langar þig að fljúga ilmandi nýrri Airbus flugvél?“ eru væntanlegir umsækjendur spurðir.

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing