Auglýsing

Ævar ætlar að borða fjóra heila lambaskrokka í Meistaramánuði: „Þetta er krefjandi en raunhæft“

Nú er Meistaramánuður í fullum gangi og fjölmargir Íslendingar að berjast við að vinna í markmiðum sínum. Einn þeirra sem setti sér háleitt markmið þetta árið er Ævar Austfjörð. Hann ætlar nefinlega að borða fjóra heila lambaskrokka áður en mánuðurinn er allur. Til að ná markmiðinu þarf Ævar að borða eitt og hálf kíló af lambakjöti á dag.

Sjá einnig: Ævar hefur ekki borðað neitt annað en kjöt í þrjá mánuði og hefur aldrei liðið betur: „Þetta er ekkert mál“

Ævar er mikill áhugamaður um næringu en í nóvember fjallaði Nútíminn um lífstíl hans. Ævar borðar bara kjöt og ekkert annað og í næstu viku verður komið hálft ár síðan hann borðaði nokkuð annað.

Hann viðurkennir að markmiðið sé krefjandi en hann hlakkar til að takast á við það. „Þetta er krefjandi en raunhæft og bragðast einstaklega vel,“ segir Ævar í samtali við Nútímann.

Lamb er íslensk ofurfæða og það er vel hægt að lifa og þrífast á því eingöngu.

Ævar er ekki sá eini á heimilinu sem nýtur góðs af markmiðinu en hann á tvo hunda sem ætla að hjálpa honum aðeins. „Þetta eru sirka 40-42 kg miðað við þá nýtingu sem ég fæ. Tek þó fram að kjötnýting til mín er heldur slakari en almennt þar sem ég strípa beinin ekki alveg. Ég á nefnilega tvo hunda sem fá að njóta með mér,“ segir hann.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing