Auglýsing

Ævar hefur ekki borðað neitt annað en kjöt í þrjá mánuði og hefur aldrei liðið betur: „Þetta er ekkert mál“

Ævar Austfjörð er mikill áhugamaður um næringu. Í ágúst á þessu ári rakst hann á bandarískan lækni á netinu sem var að leita sér að sjálfboðaliðum til að taka þátt í rannsókn. Rannsóknin fólst í því að borða bara kjöt og drekka vatn í 90 daga. Ævar sem lengi hafði daðra við plöntulaust mataræði sló til og nú 90 dögum síðar hefur hann misst rúm 10 kíló og hefur aldrei liðið betur.

„Ég er mun orkumeiri og með betri einbeitingu. Síðdegisþreyta og slen er ekki til staðar og ég hef líka mun meiri orku á æfingum,“segir Ævar í samtali við Nútímann.

Hann segir að það hefi verið lítið mál að tileinka sér matarræðið vegna þess að hann borðið lítið af kolvetnum síðustu ár. „Ég fór reyndar í tvö matarboð og eina árshátíð á þessu tímabili en þetta var ekkert mál og fólk sýndi þessu skilning.“

Ég fór í blóðprufur eftir þessa 90 daga og allt kom vel út, kólestetol hefur hækkað aðeins en samsetningin á því mun betri en í upphafi og bólgur mælast varla

Ævar hvetur fólk til þess að finna hvað hentar hverjum og einum. „Fólk er í endalausri leit eftir mataræði sem gerir það heilbrigt því það er nokkuð ljóst að opinberar ráðleggingar um mataræði gera það ekki. Þvert á móti, líttu bara í kring um þig!“

Þrátt fyrir að hafa náð þessum 90 dögum og borðað 117 kíló af kjöti ætlar Ævar á að halda áfram. „Nú ætla ég bara að halda áfram. Ég mun þó líklega fá mér egg af og til og fisk með smjöri,“ segir Ævar að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing