Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu Alma-verðlaunanna, bókmenntaverðlauna sem stofnuð voru í minningu Astridar Lindgren.
Ævar er tilnefndur fyrir lestrarátak sitt sem Ævar vísindamaður sem er gert til þess að hvetja börn til lesturs. Ævar er því tilnefndur sem svokallaður „lestrarhvetjar“ sem hann segir að sé hér með orðið ofurhetjunafnið sitt.
246 einstaklingar frá 64 löndum eru tilnefndir til verðlaunanna en Ævar er sá eini frá Íslandi. Sigurvegarar verða tilkynntir í apríl á næsta ári.
Vá! ? Ég er tilnefndur til alþjóðlegu ALMA-verðlaunanna (Astrid Lindgren Memorial Award) fyrir lestrarátak Ævars vísindamanns, sem ,,promoter of reading", eða "lestrarhvetjari" (sem er hér með orðið ofurhetjunafnið mitt). Þetta er einstaklega töff.https://t.co/QZxUC6LEsx
— Ævar Þór Ben (@aevarthor) October 12, 2018