Von er á ævisögu sjónvarpskokksins Anthony Bourdain á næsta ári. Útgefandinn Ecco mun gefa út bókina sem verður hægt að nálgast í búðum haustið 2019. Það er rithöfundurinn og matgæðingurinn Paula Forbes sem greinir frá þessu á Twitter.
Bourdain fannst látinn á hótelherbergi sínu í Frakklandi 8. júní síðastliðinn. Bourdain var í Frakklandi að vinna að sjónvarpsþættina Parts Unknown fyrir CNN.
Sjá einnig: Sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain látinn
Aðstoðarkona Bourdain til fjölmargra ára, Laurie Woolever, kemur til með að ritstýra ævisögu hans. Sagan verður byggð á sögum frá nánum vinum og samstarfsfólki sem þekktu Bourdain hvað best.
Bourdain fjallaði meðal annars um Ísland í þáttaröðinni Anthony Bourdain: No reservations.
https://twitter.com/paulaforbes/status/1011989476372082688