Auglýsing

Af hverju er þjálfari þýska landsliðsins alltaf að þefa af sjálfum sér? Við spurðum sálfræðing

Þýskaland og Frakkland mætast í kvöld í undanúrslitum EM í fótbolta í Frakklandi. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, hefur vakið mikla athygli fyrir undarlega þefáráttu á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Hann er búinn að vera þefa allt mótið. Til dæmis hér. Og hér. Og aftur hér.

Í leit sinni að skýringum spjallaði Nútíminn við sálfræðinginn og handboltakempuna Hafrúnu Kristjánsdóttur. Hún segir að ekki sé hægt að greina kappann þar sem hún hefur ekki nægar upplýsingar í höndunum en líklegast sé þetta ávani.

Þetta er líklegast ávani, ég myndi giska á það. Eitthvað sem hann gerir ítrekað og þá er eftitt að hætta.

Sé þetta ávani skipti það ekki máli þó að mörg þúsund myndavélar beinast að honum, það er alltaf erfitt að hætta, segir Hafrún sem þarf þó miklu meiri upplýsingar til að greina þjálfarann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing