Auglýsing

Áfengið fór illa í marga í nótt: Tilkynningar vegna „fólks í annarlegu ástandi“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gær frá klukkan 17:00 og til 05:00 í nótt en samkvæmt dagbók embættisins voru 45 mál skráð í svokallað LÖKE-kerfi. Nokkur þeirra mála snúa að tilkynningum og aðstoðarbeiðnum vegna fólks í annarlegu ástandi en svo virðist sem að áfengið hafi farið illa í margan manninn síðasta sólarhringinn í höfuðborginni.

Hér eru verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skipt niður eftir hverfum.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 105, afgreitt á vettvangi

Maður handtekinn í hverfi 101 fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu , hann laus að loknum viðræðum á lögreglustöð

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Ökumaður stöðvaður við akstur í hverfi 221 án þess að hafa ökuréttindi, afgreitt með sekt

Ökumaður stöðvaður í hverfi 220 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu á aðalskoðun og vegna vangoldina trygginga

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200, minniháttar tjón engin meiðsli á fólki

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 113, einn maður handtekinn og laus að lokinni skýrslutöku

Ökumaður stöðvaður í hverfi 112 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing