Auglýsing

Afhjúpar karlrembur og hræsnara á Twitter: „Myndi ekki vilja vera með stelpu sem setur myndir af sér hálfnaktri á netið”

Gam­aldags og staðlaðar út­gáf­ur af kynja­hlut­verk­um finnast enn í samfélaginu í dag. Konur þurfa oft að glíma við óeðlilega staðla þegar kemur að líkamsmynd og kynjahlutverkum.

Twitter notandinn Lindsey, sem er konan á bak við Cards Against Harrassment, hefur undanfarið afhjúpað karlrembur á Twitter sem hræsnara.

Lindsey hefur tekið saman ummæli frá þessum notendum þar sem þeir væla yfir því hvernig konur klæða sig eða hvernig myndir þær ákveði að setja inn á samfélagsmiðla.

Þessir notendur skamma konur fyrir að sýna of mikið af líkama sínum á samfélagsmiðlum. Lindsey tók saman tíst þeirra og setti þau saman við myndir sem notendurnir hafa sjálfir sett á samfélagsmiðla.

Hún segist hafa gert þetta til þess að benda á hversu fáránlegt það er að það sé í lagi að karlmenn megi vera berir að ofan en ef kona geri það þá sé hún drusla.

„Alltaf þegar konur gera eitthvað sér til ánægju þá verður það skotmark fyrir háð og svívirðingar. Flestir þeirra sem ég hef birt myndir af eru að fylgja fullt af klámsíðum svo að þeirra vandamál virðist ekki vera naktar eða hálf-naktar konur heldur þegar konur gera hluti til þess að upphefja sjálfar sig og vera stoltar,” segir Lindsey í samtali við Cosmopolitan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing