Auglýsing

Afi kærustu mannsins sem lést varð vitni að árásinni og fékk hjartaáfall í kjölfarið

Afi barnsmóður mannsins sem lést í gærkvöldi af völdum áverka sem hann hlaut við hrottalega líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal varð vitni að árásinni og fékk hjartaáfall í kjölfarið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann dvelur enn. Þetta kemur fram á mbl.is.

Parið eignaðist barn fyrir tíu dögum og var konan vitni að því þegar fólkið réðst á manninn. Hún reyndi að fá fólkið til að hætta barsmíðunum og minnti það meðal annars á að maðurinn ætti tíu daga gamalt barn og fjölskyldu.

Afi konunnar var í kvöldmat hjá parinu í gærkvöldi þegar fólkið bankaði upp á. Foreldrar mannsins sem lést búa í næsta húsi og sáu einnig til árásarmannanna. Í frétt mbl.is er rætt við móðursystur konu mannsins sem lést. Hún segir að maðurinn hafi hlaupið frá heimili sínu þegar hann sá í hvað stefndi til að hlífa fjölskyldu sinni.

Litla stúlkan var sofandi á meðan ráðist var á föður hennar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing