Sá munur sem verið hefur á greiðslum fyrir dómgæslu á leikjum í Dominos-deildum karla og kvenna verður áfram í vetur. Munurinn verður ekki lagfærður fyrr en í fyrsta lagi næsta haust þegar nýjir samningar við dómara taka gildi. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambandsins í samtali við mbl.is í dag.
Greitt er 17.900 krónur fyrir að dæma leiki í Dominos-deild karla en 12.800 krónur fyrir að dæma leiki í Dominos-deild kvenna og munurinn því 40 prósent.
Fram kemur í fréttinni að vinna við nýja samninga fari í gang í nóvember og segir Hannes að það sé vilji stjórnarinnar að þetta verði lagað.