Auglýsing

Áfrýjun Gunnars Nelson hafnað og úrslitin standa: „Vonbrigði sem maður átti von á“

Tap Gunnars Nelson gegn Santiago Ponzinibbio stendur og verður ekki breytt en UFC tók áfrýjun Gunnars ekki til greina. Gunnar og hans lið kærðu niðurstöðu bardagans vegna ítrekaðs augnapots Santiago. UFC telur sig ekki hafa forsendur til að breyta úrslitum bardagans þrátt fyrir augljós brot.

Sjá einnig: Gunnar Nelson tekur keppnisfrí út árið

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu umboðsskrifstofunnar Paradigm Sports Management sem annast mál Gunnars í Bandaríkjunum. Haraldur Nelson, faðir Gunnars og framkvæmdastjóri Mjölnis, sagði í samtali við vef MMAfrétta að niðurstaðan komi honum ekki á óvart.

„Ég var að vona að UFC myndi bregðast við þessu og taka á málinu af föstum tökum. Því miður gerðu þeir það ekki og það eru vonbrigði. En kannski vonbrigði sem maður átti von á,“ segir Haraldur í samtali við MMAfréttir.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing