Auglýsing

Afstaða hefur alvarlegar áhyggjur af niðurskurði

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun lýsir yfir djúpstæðum áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í rekstri Fangelsismálastofnunar sem kynntur var í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem barst Nútímanum í dag.

Þar kemur fram að Afstaða tekur af heilum hug undir yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands og deilir áhyggjum þeirra af þeim alvarlegu afleiðingum sem fækkun starfsfólks og skertur rekstur fangelsanna mun hafa, ekki einungis fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar. Á undanförnum árum hefur þjónusta við skjólstæðinga stofnunarinnar verið skert verulega og nú virðist ætlunin að skera niður enn frekar í málaflokknum.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun lýsir yfir djúpstæðum áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í rekstri Fangelsismálastofnunar sem kynntur var í gær.
Afstaða tekur af heilum hug undir yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands og deilir áhyggjum þeirra af þeim alvarlegu afleiðingum sem fækkun starfsfólks og skertur rekstur fangelsanna mun hafa, ekki einungis fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar. Á undanförnum árum hefur þjónusta við skjólstæðinga stofnunarinnar verið skert verulega og nú virðist ætlunin að skera niður enn frekar í málaflokknum.
Afstaða höfðum orðið vitni af neikvæðu áhrifum niðurskurðar undanfarinna ára, m.a. í fækkun þeirra starfsmanna sem sjá um meðferð og þjónustu við okkar skjólstæðinga. Að sama skapi hefur þeim starfsmönnum sem sjá um virkni, eins og störf, verið fækkað. Við slíkt verður ekki unað enda skilar slíkt sér í auknu ofbeldi og endurkomum í fangelsi – enda þýðir slíkt minni möguleika á betrun og aðstoð við þá sem mest þurfa á henni að halda. Slíkur „sparnaður“ mun einungis skila sér í auknum samfélagslegum kostnaði, til lengri tíma litið, sem og valda alvarlegri almannahættu í samfélagi okkar.
Þá er einkar athyglisvert að stjórnvöld finni fjármagn til að byggja nýtt fangelsi fyrir 20 milljarða króna en ekki fæst fjárframlag til að reka fangelsin. Það er eitthvað mjög bogið við forgangsröðun stjórnvalda þegar stefnan er að sitja uppi með glæsilegt nýtt en tómt fangelsi. Afstaða skorar á næstu ríkisstjórn að endurskoða öll áform síðustu ríkisstjórnar, tryggja nauðsynlegt fjármagn til að viðhalda öryggi og tryggja mannúðleg skilyrði innan fangelsanna með það að markmiði að styrkja verkefni stofnunina er stuðla að betrun. Sú stefna að mæta ekki grunnþörfum fangelsanna heldur gera þeim að fækka starfsfólki og draga úr starfsemi veldur óbætanlegum skaða á velferð þeirra sem þurfa að sæta frelsissviptingu, aðstandenda þeirra og samfélagsins í heild sinni.
Við sem þjóð þurfum að fjárfesta í mannauði, öryggi og möguleikum til betrunar í stað þess að skera sífellt niður þar sem það kemur verst við þá sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Við í Afstöðu stöndum með Fangavarðafélagi Íslands í baráttunni fyrir réttlátu og mannúðlegu fangelsiskerfi og hvetjum þá flokka sem taka senn við stjórnartaumunum að gera betur en síðasta ríkisstjórn. Þá má benda á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem nú þegar eru og með þessari hagræðingarkröfu er ljóst að hvorki öryggi fanga né starfsfólks er lengur tryggt og það getur haft hræðilegar afleiðingar.
Afstaða lýsir yfir stuðningi með Fangavarðafélagi Íslands í baráttunni fyrir réttlátara og mannúðlegra fangelsiskerfi og hvetur stjórnvöld til að taka þátt í því verkefni – með betrun að leiðarljósi.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing