Auglýsing

Ágústa Eva gekk út í beinni hjá Gísla Marteini: „Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi“

Reykjavíkurdætur komu fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Ágústa Eva Erlendsdóttir var á meðal gesta þáttarins og það vakti mikla athygli að hún gekk út á meðan Reykjavíkurdætur fluttu lag sitt, Ógeðsleg. Sjáðu myndbandið af því þegar Ágústa Eva gekk út hér fyrir ofan.

 

Á Twitter var rætt um fátt annað

Nútíminn hafði samband við Ágústu Evu sem sagði að hún Eivör Pálsdóttir, sem var einnig gestur í þættinum, hafi ekki verið ánægðar með framgöngu Reykjavíkurdætra í þættinum.

„Okkur Eyvöru fannst okkur nauðgað í beinni útsendingu; fara úr að neðan, syngjandi: „Tottaðu á mer snípinn“, lappdans með strap-on og kastandi fötum í hausinn á manni. Ekki beint atriði sem maður er tilbúinn að taka þátt í í fjölskylduþætti,“ segir hún.

Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi. Þetta var bara massaóvirðing við alla — í setti og líka þau sem sátu heima.

Ágústa Eva veltir fyrir sér hvort hópur af körlum hefði komist upp með það sama. „Hvað ef hópur manna hefði troðist inn í settið með gervisköp, skakandi sér á viðmælendum og stjórnandanum, berir að neðan, segjandi fólki að totta á sér kónginn. Fáránlegt að það hafi ekki verið tekið úr sambandi og settar auglýsingar.“

Hér má sjá Reykjavíkurdætur flytja lagið Ógeðsleg í þætti Gísla Marteins

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing