Auglýsing

Ágústa Eva og Óttarr Proppé í Orðbragðslagi

Ef einhver þingmaður er hressari en Óttarr Proppé þá má hann gjarnan stíga fram.

Sjónvarpsþátturinn Orðbragð, sem hefst á ný á RÚV í haust, hefur sent frá sér STAFRÓF, sem er fyrsta lagið sem samið er sérstaklega fyrir íslenska stafrófið. Á vef RÚV kemur fram að vonir standi til þess að lagið velti af stalli hinu enskættaða „Abéséi“.

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Prófessorinn Óttarr Proppé þylja stafrófið í laginu við fönkskotinn undirleik valinkunnra hljóðfæraleikara.

Höfundur lags og texta er Bragi Valdimar Skúlason.

Orðbragð sló í gegn í fyrra en í þáttunum rannsaka Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason íslenska tungu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing