Snapchat kynnti á dögunum nýja uppfærslu á appinu sínu sem umbreytir virkni samfélagsmiðilsins. Breytingarnar fela meðal annars í sér að svokallaðir áhrifavaldar eru aðskildir frá fólki sem notendur eiga í daglegum samskiptum við. Tanja Ýr Ástþórsdóttir, eigandi markaðsstofunnar Eylenda, hefur ekki áhyggjur af stöðunni.
Sjá einnig: Hversu frægir eru áhrifavaldar Íslands? Þekkir þú þau öll? Taktu prófið!
Tanja (beautybytanja) hefur vitað af uppfærslunni í töluverðan tíma og telur að breytingin geti haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif. „Ég held að þetta komi til með að bæði hækka og lækka áhorfstölur hjá opinberum áhrifavöldum,“ segir hún í samtali við Nútímann.
Snappið verður kannski ekki jafn persónulegt og gæti valdið því að þú missir af fólki sem þú ert að fylgja. Það getur leitt til þess að áhorf á einstaka snappara minnkar.
Hún segir að í breytingunni felist tækifæri. „Þetta getur hjálpað fólki gríðarlega að auka sýnileika því að áður fyrr var aðeins hægt að finna manneskjur með Snap-kóðum eða notendanöfnum. Núna getur þú fundið fólk sem þú ert ekki að fylgja,“ segir Tanja.
Garðar Agnesarson, best þekktur sem Gæi (iceredneck), er einn vinsælasti Snappari landsins. Hann hefur ekki áhyggjur af breytingunni og segist í samtali við Nútímann ekki hafa orðið var við minnkandi áhorf. „Ég er með mjög gott áhorf þessa dagana og meira að segja yfir meðallagi,“ segir Gæi.
Annar vinsæll snappari, Hjálmar Örn Jóhansson (hjalmarorn110) segir breytingarnar áhugaverðar og telur ekki ólíklegt að í framtíðinni þurfi fólk að greiða fyrir sýnileika á miðlinum.
„Breytingar reynast alltaf erfiðar en svo jafnast það út. Ég man eftir panikki þegar Facebook var að taka breytingum. Það kæmi mér ekki á óvart ef fólk þyrfti í framtíðinni að borga fyrir meiri sýnileika eins og fyrirtæki þurfa að gera á Facebook. Þeir þurfa víst að lifa á einhverju “ segir Hjálmar.
Eins og venjan er hefur fólkið á Twitter sterkar skoðanir á málinu
þetta snapchat update er mikill bömmer fyrir snappara landsins
— lara lind (@loriley14) February 8, 2018
https://twitter.com/Finnboji/status/961511289318146048
Þetta nýja snapchat update. Þarna fór það. Algjörlega.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) February 7, 2018
Nýja snapchat update-ið pic.twitter.com/Snjxs6I6fY
— Guðmundur Sigurðsson (@gummisig54) February 8, 2018