Auglýsing

Eurovision-nördarnir missa sig yfir búningnum hennar Svölu: „Svala er tilbún að slátra þessu!“

Svala frumsýndi í gær búninginn sem hún verður í á sviðinu í Eurovision í Úkraínu í næstu viku. Svala stígur á svið á þriðjudagskvöld og freistar þess að komast áfram á lokakvöld Eurovision.

Það er óhætt að segja að Eurovision-nördarnir og aðdáendur Svölu eru að missa sig yfir búningnum, ef marka má kommentakerfið undir myndbandinu á Youtube, þar sem búningurinn var frumsýndur.

Sumir velta fyrir sér aldri Svölu og hreinlega trúa ekki að hún sé ekki tvítug á meðan aðrir fullyrða að hún eigi skilið að komast áfram. Notandinn Maxxy Rainbow segist vera gríðarlega spennt: „Þetta er geggjað lúkk og Svala er tilbún að slátra þessu!“ segir hún. Undir þetta tekur notandinn Marcalto ESC sem segist ekki hafa kunnað að meta Paper í fyrstu en að nú sé lagið komið á topp tíu-listann sinn.

Fjölmargir óska Svölu góðs gengið og aðrir hrósa líkamsburðum Svölu og segja hana í hörkuformi. „Mjög svalur búningur og húðflúrið er líka mjög svalt,“ segir notandinn Turtle Jones. Notandinn BASIL kallar Svölu ungfrú alheim og býður hana velkomna. Jacopo Mrb segir Svölu eiga skilið að vinna og Marko ESC segist hreinlega elska allt við Svölu og lagið hennar.

Eins og gengur og gerist í svona kommentakerfum þá eru ýmsir neikvæðir í garð Svölu en einn notandi hvetur Svölu til að láta neikvæðnina sem vind um eyru þjóta. „Svala, ef þú ert að lesa þetta: Ekki gefa neikvæðum röddum neina athygli. Þú ert falleg og stórkostlegur listamaður. Við, aðdáendur þínir, höfum trú á þér!“

Hér má sjá búninginn glæsilega

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing