Rússneskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að særa blygðunarsemi fyrrverandi eiginkonu sinnar með því að senda ljósmynd af konunni í kynlífsathöfn til foreldra hennar og systur.
Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni en konan krefst þess að fá eina milljón í miskabætur. Rúv.is greinir frá þessu.
Í ákærunni kemur fram að með myndinni hafi fylgt hótun um að henni yrði dreift á samfélagsmiða. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að senda myndina á unnusta konunnar ásamt hótunum.