Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun á veitingastaðnum Hressó í Austurstræti, aðfaranótt Valentínusardagsins þann 14. febrúar 2016. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.
Í ákærunni segir að maðurinn hafi komið fram vilja sínum gegn konunni á salerni staðarins. Þá er maðurinn sagður hafa notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum vegna ástands hennar sökum áhrifa áfengis, fíkniefna og lyfja.
Konan fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur en reiknað er með að málið verði tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember.