Auglýsing

Albert ákærður eftir ákvörðun ríkissaksóknara

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur knattspyrnumanninum Albert Guðmundssyni fyrir kynferðisbrot. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari í samtali við DV sem greinir fyrst frá málinu.

Lokað þinghald verður í málinu segir í frétt DV og vill Arnþrúður því ekki gefa neinar frekari upplýsingar um ákæruna eða framgang málsins og vísar til Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem réttað verður í málinu.

Þá segir í frétt DV að ung kona hafi kært Albert til lögreglu fyrir kynferðisbrot sumarið 2023. Eftir að rannsókn lögreglu lauk var málið sent til héraðssaksóknara.

„Í febrúar á þessu ári ákvað héraðssaksóknari að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir héraðssaksóknara að ákæra í málinu,“ segir í frétt DV.

Þá segir enn fremur að sú ákæra hafi núna verið gefin út.

„Miðað við venjur má búast við að aðalmeðferð í málinu verði í haust en núna á hásumri tekur að hægjast mjög á starfi dómstóla þar til í september. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum og bíður DV frekari upplýsinga frá Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir á fréttavef DV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing