Knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason er vinsæll á Twitter en þar er hann duglegur að birta skjáskot af samskiptum við móður sína. Á dögunum reyndi hann að senda móður sína í Húsasmiðjuna til þess að kaupa spliff, donk og gengju í jólagjöf.
Sjá einnig: Þetta eru 17 bestu sketsar Fóstbræðra sem fagna nú 20 ára afmæli: „Kannski í næsta lífi, aumingi!“
Spliff, donk og gengja er þekkt fyrirbæri úr frægum Fóstbræðraskets en Albert sannfærði móður sína um að tólið væri gífurlega vinsælt og gott á heimilið og í útilegur. Hægt væri að kaupa spliff, donk og gengju í Húsasmiðjunni á aðeins 7 þúsund krónur fyrir jólin en vanalega væri það á 9999 krónur.
Það væri bara besta jólagjöf í heimi ef hún móðir mín færi í @Husasmidjan til að ath hvort jólagjöfin mín sé ennþá til. pic.twitter.com/coFsRYsmoA
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 10, 2018
Þrátt fyrir efasemdir móður hans þá fór spliff, donk og gengja á innkaupalistann fyrir jólin. Það var ekki fyrr en faðir Alberts var á leiðinni í Húsasmiðjuna og rak augun í innkaupalistann og google-aði fyrirbærið að þau hjónin sáu atriðið úr Fóstbræðrum.
Mamma skrifar innkaupalista fyrir Pabba, m.a á blaðinu stendur: Spliff, donk og gengja – Húsasmiðjan.
Pabbi spyr hvað er þetta?
Mamma reynir að útskýra fyrir honum…
Pabbi skilur ekkert í þessu og googlar….
Þau finna eins og mamma kallar kynningarvideo
Mamma sendir þá.. pic.twitter.com/kHqyvfRg4N
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 13, 2018