Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að Albönsku fjölskyldurnar tvær fái ríkisborgararétt. Hermann Ragnarsson múrarameistari sótti um íslenskan ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar tvær en þær voru úr landi fyrir skömmu.
Sjá einnig: Örskýring um albönsku fjölskyldurnar og Útlendingastofnun
Hermann er vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins. Hann tjáði þeim tíðindin í myndsamtali fyrr í dag. Hann segir í samtali við mbl.is að þau hafi öll misst andlitið og grátið.
Nú eru þau Íslendingar, ekki hælisleitendur eða flóttamenn. Ég þarf því að borga fyrir þau flugið, útvega húsnæði og húsgögn og fleira, þar sem þau fá ekki neitt hjá einum eða neinum.
Hafin er söfnun til styrktar fjölskyldunum tveimur og Hermann vonast til að þjóðin hjálpi þeim að koma fótunum undir sig. „Verkefnið er í raun rétt að byrja,“ segir hann á mbl.is
Nánari upplýsingar um söfnunina má nálgast á styrktarsíðu fjölskyldanna.