Auglýsing

Albönsku fjölskyldurnar tvær fá ríkisborgararétt: „Nú eru þau Íslend­ing­ar“

Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að Albönsku fjölskyldurnar tvær fái ríkisborgararétt. Her­mann Ragn­ars­son múr­ara­meist­ari sótti um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar tvær en þær voru úr landi fyr­ir skömmu.

Sjá einnig: Örskýring um albönsku fjölskyldurnar og Útlendingastofnun

Her­mann er ­vinnu­veit­andi ann­ars fjöl­skyldu­föður­ins. Hann tjáði þeim tíðind­in í mynd­sam­tali fyrr í dag. Hann segir í samtali við mbl.is að þau hafi öll misst andlitið og grátið.

Nú eru þau Íslend­ing­ar, ekki hæl­is­leit­end­ur eða flótta­menn. Ég þarf því að borga fyr­ir þau flugið, út­vega hús­næði og hús­gögn og fleira, þar sem þau fá ekki neitt hjá ein­um eða nein­um.

Haf­in er söfn­un til styrkt­ar fjöl­skyld­un­um tveim­ur og Her­mann vonast til að þjóðin hjálpi þeim að koma fót­un­um und­ir sig. „Verk­efnið er í raun rétt að byrja,“ segir hann á mbl.is

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um söfn­un­ina má nálg­ast á styrkt­arsíðu fjöl­skyld­anna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing