Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín sem vakið hefur töluverða athygli hér á landi að undanförnu sendi frá sér myndband fyrr í vikunni þar sem hún kennir fólki að eignast pening. Aðferðin er mjög einföld og að sögn Öldu afar áhrifarík. Sjáðu myndbandið hennar Öldu hér að neðan.
Sjá einnig: Alda Karen kenndi fólki að „hakka“ lífið á Nova-snappinu: „Allt sem skólinn feilaði á að kenna þér“
Alda vakti athygli á síðasta ári þegar hún fyllti Hörpuna með námskeiðið kallast LIFE– MasterClass. Í kynningu á námskeiði Öldu kemur fram að hún hafi lengi starfað sem sölu- og markaðssráðgjafi á Íslandi og að hún hafi leiðst út í þá sem kallast „Life hacker“ sem ku vera manneskja sem einbeitir sér að því að greina ákveðnar hugmyndir í lífinu til að gera lífið einfaldara, skemmtilegra og árangursríkara.
Það að kyssa peninga er eitt af hinum svokölluðu „Life hacks.“ „Ég bara kyssi hann og segi: „Takk fyrir að vera í veskinu mínu,“ og svo set ég hann aftur í veskið,“ segir Alda Karen í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.
Lífslykill 23: Þú laðar að þér það sem þú heldur að þú eigir skilið.
Posted by Alda Karen on Miðvikudagur, 9. janúar 2019