Frá því að Maskína hóf mælingar á skoðunum Íslendinga í garð Borgarlínunnar árið 2018 hafa aldrei verið fleiri hlynntari henni en nú. Rúmlega 54 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Sjá einnig: Örskýring: Borgarlína útskýrð fyrir fólki sem nennir ekki að kynna sér borgarlínu
Í könnun Maskínu kemur fram að konur eru hlynntari Borgarlínunni en karlar og að töluvert fleiri karlar séu andvígir henni en konur. Íslendingar á aldrinum 30 til 39 ára eru hlynntastir Borgarlínunni en þeir sem eru 60 ára og eldri eru síður hlynntir.
Þá eru höfuðborgarbúar almennt hlynntari Borgarlínunni og fara þar Reykvíkingar fremstir í flokkin en rúm 64 prósent Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni.
Háskólamenntaðir einstaklingar eru þá hlynntastir Borgarlínunni en 63 prósent þeirra eru hlynnt henni og tæplega 17 prósent andvíg.