Auglýsing

Alex Jones snýr aftur í þátt Joe Rogan

Alex Jones, stjórnandi Infowars og konungur samsæriskenninganna, var gestur í hlaðvarpsþætti Joe Rogan, The Joe Rogan Experience, í gærkvöldi. Jones og Rogan eru gamlir vinir, en Jones hefur gagnrýnt Rogan harðlega að undanförnu, svo margir voru spenntir að vita hvað þeim færri á milli. Heimsókn Jones dróst heldur betur á langinn og þátturinn var heilar fjórar klukkustundir og fjörutíu mínútur að lengd.

Að vanda var fátt um fína drætti í málflutningi Jones, en á síðasta ári var efni Jones bannað á Twitter, Apple, Facebook, Spotify og YouTube fyrir hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Í þættinum lét hann gamminn geysa um alls kyns hættur sem hann telur steðja að Bandaríkjamönnum og heimsbyggðinni allri.

Hann talaði meðal annars um bækistöðvar geimvera sem hann segir að séu í San Fransisco, turna sem hann segir að CIA noti til að stjórna hugsunum fólks en séu dulbúnir sem tré og fullyrti að bandaríska ríkisstjórnin pumpi ofskynjunarlyfjum í geimfara áður en þeir eru sendir út í geim til að semja við geimverur.

Það er ekki heil brú í málflutningi Jones, en ruglið er svo yfirgengilegt að spjall Jones og Rogan getur varla talist leiðinlegt. Góður félagi Rogan, Eddie Bravo, sem er þjálfari í brasilísku Jiu-Jitsu og gríðarlegur áhugamaður um að vitna í samsæriskenningar sem hann fann á YouTube, gerir líka gott spjall bara enn betra.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing