Handboltakappinn Alexander Peterson hefur ákveðið að leggja landsliðskóna á hilluna og ætlar að einbeita sér að félagsliði sínu, þýska meistaraliðinu Rhein-Neckar Löwen.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
Alexander segist í samtali við Guðmund Hilmarsson, blaðamann hjá Morgunblaðinu og mbl.is, hafa hugsað lengi um þetta og nú haldi hann að þetta sé rétti tíminn til að hætta og gefa yngri leikmönnum tækifæri til að taka við mínu hlutverki.
Þetta var mjög erfið ákvörðun að taka en ég held að ég hafi komist að réttri niðurstöðu.
Þá segir hann einnig að síðustu ár hafi verið erfið. Meiðsli hafa verið að angra hann lengi og hefur hann ekki getað einbeitt sér eins og hann hefði viljað með landsliðinu. Þá sé leikjaálagið hjá Löwen mjög mikið. „Við spilum í deildinni, bikarnum og í Meistaradeildinni og þetta kemur vitaskuld niður á líkamanum,“ segir Alexander.
Takk fyrir allt, Alexander.