Auglýsing

Alexandra Rós segir átakanlega sögu sína frá meðferðarheimilinu Árbót – Var misnotuð af starfsmanni

Alexandra Rós Jankovic opnaði sig um erfiða æsku í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gær. Í þættinum talar hún um tímann sinn á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal. Þar var hún misnotuð af eldri manni. Sjáðu brot úr þættinum hér að neðan.

Alexandra var 15 ára þegar brotin áttu sér stað en maðurinn um fertugt. „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast,“ sagði Alexandra í þættinum.

Eftir dvölina á Árbót fór Alexandra í fóstur. „Það besta sem henti mér var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Ég gekk í fjölbrautaskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum.“

Á þessum tíma hafði önnur stúlka sem verið hafði á Árbót samband við Alexöndru og tjáð henni að hún þyrfti að komast burt frá staðnum. „Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt,“ segir Alexandra sem í kjölfarið sagði frá því sem hefði gerst.

„Það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur,“ sagði Alexandra.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing