Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins, þakkaði stuðningsmönnum Íslands fyrir stuðninginn á HM í Rússlandi og birti í dag magnað myndband á Instagram síðu sinni. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Sjá einnig: Myndband: Tungumálahæfileikar Alfreðs Finnbogasonar vekja athygli
Alfreð skráði sig í sögubækurnar þegar hann skoraði fyrsta mark Íslands á HM í 1-1 jafntefli gegn Argentínu. Íslendingar féllu úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í lokaleik mótsins.
Sjá einnig: Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Instagram: „Stoltur af því að vera hluti af þessu magnaða liði”
Íslenska hljómsveitin Kaleo spilar undir í myndbandinu sem Alfreð birtir en þar má heyra lag þeirra Way Down We Go. Alfreð þakkar bæði nýjum stuðningsmönnum liðsins og Íslendingum fyrir að hafa komið með þeim í þetta ferðalag. Þá heitir hann því að heimurinn hafi ekki séð það síðasta af Íslandi.
Sjáðu myndbandið
https://www.instagram.com/p/BkkkOfbgBgf/?taken-by=alfredfinnbogason