Ísland gerði jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum í sögu HM. Liðin mættust í opnunarleik D-riðils á HM í Rússlandi í dag og íslensku strákarnir voru magnaðir.
Sergio Aguero, framherji úr Englandsmeistaraliði Manchester City, kom Argentínumönnum yfir með frábæru marki eftir 19 mínútna leik en okkar menn voru alls ekki á því að gefast upp. Alfreð Finnbogason jafnaði metinn fyrir Ísland einungis 4 mínútum síðar.
Staðan í hálfleik var 1-1. Eftir 63 mínútur fengu Argentínumenn vítaspyrnu. Lionel Messi tók spyrnuna en Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Geggjuð markvarsla hjá Hannesi sem tryggði Íslendingum sögulegt jafntefli í fyrsta leik sínum á HM.
Nígería er næsti andstæðingur þann 22. júní en Nígería og Króatía mætast síðar í dag.