Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sneri heim á mánudag eftir frábæra ferð til Frakklands. Árangur liðsins á mótinu var stórkostlegur og strákunum tókst að hrífa heimsbyggðina með sér.
Strákarnir mættu í jakkafötunum á Arnarhól þar sem þúsundir biðu þeirra. Alfreð Finnbogason birti þessa mynd á Instagram
Það styttist í að tímabilin í stóru deildunum í Evrópu hefjist. Alfreð er samningsbundinn Real Sociedad á Spáni en spilar með Augsburg í efstu deild í Þýskalandi sem hefst 26. ágúst. Kolbeinn Sigþórsson spilar með Nantes í þeirri frönsku en hún hefst 12. ágúst.
Alfreð og Kolbeinn eru því farnir út í sólina, alla leið til Miami
Good to see my friends @KSigthorsson & @A_Finnbogason here in Miami after their epic run for Iceland in #Euro2016! pic.twitter.com/gKBxY45Raa
— Alejandro Bedoya (@AleBedoya17) July 7, 2016
Myndina birti Alejandro Bedoya en hann er liðsfélagi Kolbeins í Nantes en leikur einnig með bandaríska landsliðinu.
Eftir því sem Nútíminn kemst næst eru Gylfi Sigurðsson, Jóhann Berg, Aron Einar og Sverri Ingi með í för og þeir gista á hóteli við ströndina. Nema hvað.
Kærkomið frí hjá þeim félögum. En áður en þeir fóru út náðu þeir að henda í sig smá tapas.