Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2020. Alls fá 325 listamenn listamannalaun, að því er segir í tilkynningu.
Fjöldi umsækjenda var 1.543 en starfslaun listamanna 407.413 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2020 og um verktakagreiðslur er að ræða. Einungis einn fær laun í tvö ár en það er myndlistamaðurinn Sigurður Guðjónsson en hann fær greitt úr launasjóði myndlistarmanna.
Hér má sjá nánar um úthlutunina.