Í kvöld kemur í ljós hver fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Portúgal í maí. Eins og alltaf er allt vitlaust á Twitter á meðan keppnin stendur yfir. Nútíminn tók saman nokkur tíst sem hafa vakið meiri athygli en önnur.
Eins og alltaf er kassamerkið #12stig notað til að halda utan um umræðuna.
Þetta fór greinilega vel af stað
Ahhhh. Sándið í fínasta lagi, og útsendingin flott. Þetta byrjar vel.
Afsakið helvítis jákvæðnina. #12stig.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) March 3, 2018
Mottumarsauglýsingin var frumsýnd í kvöld
Væri til í að senda mottumars kvartetinn til Portúgals #12stig
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 3, 2018
Og það var nóg af gríni
Inspóið að dressinu hennar sonju #12stig pic.twitter.com/D6A1146n5E
— Gunnar Pétur Haraldsson (@gunniiip) March 3, 2018
Pabbi hans Dags Sigurðssonar… er það Siggi Stormur? #12stig
— Gunnar Th Gunnarsson (@GunniThG) March 3, 2018
nei ok ragnhildur steinunn er goddess SJÁIÐI ÞESSA HANDLEGGI SJÁIÐI ÞESSAR AXLIR SJÁIÐI ÞESSA KJÁLKALÍNU?!?!?! #12stig
— Þórdís Björk (@tordisbjork) March 3, 2018
Pabbi hans Dags Sigurðssonar… er það Siggi Stormur? #12stig
— Gunnar Th Gunnarsson (@GunniThG) March 3, 2018
Svo ferð þú bara niður, Robbi minn, og byrjar undir neyðarútgangsskiltinu. Þarna þar sem stendur HÚSVÖRÐUR. #12stig pic.twitter.com/Ght4NvhWn1
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) March 3, 2018
Mikið gaman…
Hetja kvöldsins #12stig pic.twitter.com/4ziNJppzx6
— Anna Pála (@baldursdottir_) March 3, 2018
Það er ógeðslega íslenskt að vera með íslenska fána í keppni þar sem bara ísland og ekkert annað land er að keppa #12stig
— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) March 3, 2018
Ég kann að meta að við höfum loksins, eftir rúm 30 ár, viðurkennt hvað við dýrkum þessa glimmersprengju mikið. Pre-show, erlendir gestir, Gísli með lýsingarheadsettið. LOVE IT. #12stig
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) March 3, 2018
úff, fer hrottalega í taugarnar á mér þegar fólk er bara eitthvað "mímímí pétur jesú er bakraddakóngurinn á íslandi". sorry en það er bara einn bakraddakóngur og það er kristján gísla. #12stig pic.twitter.com/p2MCq92GBN
— Tómas (@tommisteindors) March 3, 2018
úff, fer hrottalega í taugarnar á mér þegar fólk er bara eitthvað "mímímí pétur jesú er bakraddakóngurinn á íslandi". sorry en það er bara einn bakraddakóngur og það er kristján gísla. #12stig pic.twitter.com/p2MCq92GBN
— Tómas (@tommisteindors) March 3, 2018
…Mikið grín
Íslenskur realismi í Eurovision, græna herbergið er búningsklefinn í Laugardalshöll. #12stig pic.twitter.com/Uy4Kph6tfL
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) March 3, 2018
Ef þú ert ekki með aulabros og smá hlýtt í hjartanu yfir kúst og fæjó RN þá þarft þú eitthvað að endurskoða geðlyfjaskammtinn #12stig
— Una Hildardóttir (@unaballuna) March 3, 2018