Gylfi Sigurðsson, ekki fótboltamaður hjá Everton, starfar hjá Opnum kerfum ásamt því að vera umboðsmaður fótboltamanna í Svíþjóð. Hann verður reglulega fyrir áreiti á Twitter þegar fólk ruglar honum saman við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson.
Sjá einnig: Sex mjög furðulegar fjárfestingar sem Everton gæti ráðist í fyrir það sem Gylfi kostaði
„Það er búið að vera töluvert áreiti og nýir fylgjendur eftir fréttirnar í gær,“ segir Gylfi en eins og greint var frá í gær gekk Gylfi Þór Sigurðsson til liðs við Everton fyrir metfé.
Mest var bara verið að óska „mér“ til hamingju.
Gylfi lætur þennan misskilning ekki mikið trufla sig en mælir með að nafni sinn fái sér Twitter. „Nafni minn verður bara að fara að byrja á Twitter svo maður fái smá frið, “ segir Gylfi léttur.