Auglýsing

Alvarleg líkamsárás í Vestmannaeyjum – Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Síðasta nóttin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum gekk vel fyrir sig. Ein alvarleg líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í gær. Þolandinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Lögregla fann geranda sem viðurkenndi sök. Tilkynnt var um þrjár minniháttar líkamsárásir til viðbótar en Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við RÚV að óvíst sé hvort lagðar verði fram kærur vegna þeirra.

Aðeins einn einstaklingur gisti fangageymslur og þrjú fíkniefnamál komu upp. Alls hafa nú komið upp 35 fíkniefnamál á Þjóðhátíð um helgina. Flest eru þau minniháttar. Jóhannes segir að lögregla muni greina frá kynferðisbrotamálum ef ástæða þykir til.

Jón Bragi Arnarsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, segir þá að síðasta nóttin hafi gengið vel fyrir sig ef miðað er við veður og fjölda fólks á svæðinu, í samtali við Vísi.

Hátt í 400 tjaldgestir þurftu að flýja tjaldsvæðið vegna veðurs og halda í íþróttahúsið sem var opnað í gær. Ekkert stórvægilegt kom þó upp vegna veðurs. Jón Bragi segir við Vísi að rólegt hafi verið í íþróttahúsinu í nótt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing