Auglýsing

American Bar tekur niður Bandarísku fánana

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru ósáttir við að þurfa að ganga undir bandaríska fánann, sem hékk utan á American Bar á fundi. Fánarnir hafa verið teknir niður.

 

Eigendur American Bar í Austurstræti hafa tekið niður bandaríska fána sem héngu utan á staðnum. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og starfsfólki þingsins fannst óþolandi að þurfa að ganga undir fánana og þeir voru því teknir niður.

Sjá einnig: Þingmenn segja óþolandi að ganga undir bandarísku fánana

Morgunblaðið greindi frá því að Alþingi leig­ir stór­an hluta Aust­ur­stræt­is 8-10 und­ir skrif­stofur. Þar er skrif­stofa nefnda­sviðs Alþing­is ásamt skrif­stof­um þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, þingflokks Bjartrar framtíðar og starfs­fólks Alþing­is.

American Bar er á jarðhæð en bar­inn flagg­ar banda­ríska fán­an­um bæði Aust­ur­stræt­is­meg­in og Aust­ur­vall­ar­meg­in.

Ingvar Hinrik Svendsen, einn af eigendum American Bar, segir í samtali við Nútímann að fánarnir hafi verið teknir niður.

„Við setjum bara lógóið okkar í staðinn,“ segir hann léttur og bætir við að allir séu kátir. „Helgin að koma og svona.“

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, alþing­ismaður, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sé óþolandi, þegar hann gengur inn í skrif­stofu­hús­næði Alþing­is, að ganga und­ir banda­ríska fán­ann. Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, er sammála.

Mér finnst þetta al­gjör­lega óþolandi. Ég veit ekki annað en búið sé að ræða við eig­end­ur húss­ins. Ég að minnsta kosti bað um að það yrði gert.

Ein­ar sagði í Morgunblaðinu að þetta und­ir­stiki þörf­ina á því að Alþingi væri í sín­um eig­in húsa­kynn­um, þar sem þingið gæti ráðið öllu sem því við kem­ur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing