Auglýsing

Amy Schumer og Emily Ratajkowski handteknar á mótmælum vegna Kavanaugh

Grínistinn Amy Schumer og fyrirsætan Emily Ratajkowski voru á meðal þeirra sem voru handtekin á mótmælum vegna tilnefningar Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Washington á mótmælunum.

Kavanaugh hefur verið ásakaður opinberlega um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Öldungadeildarþingmenn skoðuðu skýrslur alríkislögreglu Bandaríkjanna í gær en Repúblikanar eru bjartsýnir á að skýrslan hreinsi Kavanaugh. Demókratar segja þó að skýrslan sé ekki nægilega vel unnin og til dæmis skorti vitnisburð einnar konunnar sem sakaði hann um ofbeldi og frá honum sjálfum. Í dag mun sér­stök dóm­ara­nefnd greiða at­kvæði um til­nefn­ing­una og á morg­un mun svo öld­unga­deild­in kjósa.

Dóttir konu sem var á mótmælunum hefur birt myndband af Amy Schumer þar sem hún segir að henni þykir líklegt að hún verði handtekin ásamt móður hennar. Emily Ratajkowski greindi þá frá því á Twitter aðgangi sínum að hún hefði verið handtekin fyrir að mótmæla í gær.

Einn mótmælendanna náði handtökunni á myndband en svo virðist sem lögreglan hafi gefið mótmælendum val á milli þess að vera handtekin eða yfirgefa svæðið. Á myndbandinu sést vel hvað Amy Schumer valdi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing