Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson er genginn til liðs við framleiðslufyrirtækið Republik. Andri verður yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar og þróar hugmyndir og heimildarmyndir sem eru bæði á grunnstigum og nú þegar komnar í framleiðslu.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Republik. Andri Freyr hefur komið víða við í fjölmiðlum en stýrði síðast þættinum Virkir morgnar á Rás 2 ásamt Gunnu Dís og Sóla Hólm við góðan orðstír.
Virkir morgnar kvöddu 1. júlí og Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni tók við með þáttinn Góðan daginn. Þá hefur Andri slegið í gegn á skjáum landsmanna, meðal annars í þáttunum Andri á flandri.
„Þetta er mikill fengur fyrir Republik sem hefur í lengi haft áhuga á þessari tegund framleiðslu. Velkominn og djöfull hlökkum við til að vinna þér,“ segir á Facebook-síðu Republik.