Auglýsing

Andri Freyr og Guðrún Sóley grófu stríðsöxina, Andri færði Guðrúnu döðlubrauð

Guðrún Sóley Gestsdóttir, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2 og Andri Freyr Viðarsson úr Virkum morgnum grófu stríðsöxina í beinni útsendingu í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Á vef RÚV kemur fram að þau hafi fallist í faðma og sæst eftir harða rimmu í beinni útsendingu á mánudagsmorgun, sem Vísir greindi frá í gær. Hlustaðu á rimmuna í spilaranum hér fyrir ofan. Rifrildið snerist um grín Guðrúnar Sóleyjar um heilsublogg Andra, sem er reyndar ekki til og lauk samskiptunum með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi.

Andri Freyr er augljóslega ekki langrækinn maður og kom með döðlubrauð handa Guðrúnu í morgun.

Þetta er a la Andri; þetta er sykurlaust heilsudöðlubrauð sem ég geri sjálfur reglulega þegar vel liggur á mér. Þetta var tekið út úr ofninum í gærkvöldi.

Guðrún Sóley var ánægð með Andra. „Mikið ertu sætur — þetta þykir mér vænt um. Ég ætla að fá mér þetta með smjöri og osti í morgunmat,“ sagði hún.

Andri lauk þessu á að grínast með að heilsubrauðið verði kannski fyrsta færslan á lífsstílsblogginu, sem væri búið að liggja svolítið niðri. „En vegna pressu frá þjóðinni þá verður það kannski opnað á næstu dögum. Þá verður það kannski fyrsta uppskriftin sem fer þar inn,“ sagði hann léttur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing