Auglýsing

Andri Sigþórs um fréttir franskra fjölmiðla um Kolbein: „Þetta er bara ekki satt“

Fréttir franskra fjölmiðla um Kolbein Sigþórsson eru rangar. Þetta segir Andri Sigþórsson, bróðir og umboðsmaður Kolbeins í samtali við fótboltavefinn 433.

Sjá einnig: Er Kolbeinn Sigþórsson týndur? Ráðþrota Frakkar leita að íslenska landsliðsmanninum

Franski fjölmiðlar greina frá því í dag að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé týndur. Í umfjöllun franska blaðsins L’Équipe kemur fram að Kolbeinn hafi ekki komið til Frakklands eftir að lánasamningnum við Galatasaray var rift í desember en leikmaðurinn er samningsbundinn franska liðinu Nantes.

L’Équipe greinir frá því að Kolbeinn hafi farið til Íslands og að Franck Kita, framkvæmdastjóri Nantes, hafi aðeins náð að ræða örlítið við Andra Sigþórsson.

Haft er eftir Waldemar Kita, stjórnarformanni Nantes, að Kolbeinn geri alltaf það sem honum sýnist. „Við báðum hann um að koma til Nantes og gangast undir læknisskoðun. Við getum ekkert gert — hann biður ekki einu sinni um að fá útborgað.“

433 hefur eftir Andra Sigþórssyni, bróður og umboðsmanni Kolbeins, að fréttirnar í frönskum fjölmiðlum séu rangar.

„Þetta er bara ekki satt, ég er í daglegu sambandi við Franck Kita sem sér um að reka Nantes,“ segir Andri á vef 433. „Meira hef ég ekki um þetta að segja, þessar fréttir eru einfaldlega rangar.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing