Auglýsing

Hækka verð á bókum en lækka verð á flatskjám

Nýtt fjárlagafrumvarp var kynnt í dag. Á meðal helstu tíðinda úr frumvarpinu er breyting á virðisaukaskatti en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% og efra lækkar úr 25,5% í 24%. Þá verða almenn vörugjöld afnumin um áramót. Það mun t.d. hafa áhrif á verð á raftækjum sem bera nú 25% vörugjöld.

Bókaútgefendur eru uggandi vegna fjárlagafrumvarpsins en samkvæmt frétt Vísis í dag óttast þeir að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts, sem leggst á bækur, leiði til hruns í bókaútgáfu.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem fékk á dögunum barna- og ung­linga­bóka­verðlaun­in 2014 fyr­ir bók­ina Tíma­k­ist­una, gagnrýnir virðisaukaskattshækkunina á Facebook-síðu sinni í dag:

Fjármálaráðherra leggur til næstum 100% hækkun á virðisaukaskatti á bækur, úr 7% í 12%. Á sama tíma á að leggja niður vörugjöld til að lækka verð á flatskjám. Þetta kallar hann að „einfalda“ kerfið. Maður er bara strax orðinn einfaldari. Þetta er gert á sama tíma og uggvænlegar tölur um ólæsi unglinga blasa alls staðar við, tölur um læsi hrapa og íslensk tunga með sínum orðaforða á í vök að verjast gegn ókeypis flóði af afþreyingu, stolinni sem óstolinni. Táknrænt að nú haustar og drullupollurinn sem átti að verða Stofnun Árna Magnússonar stækkar og dýpkar.

Samtök atvinnulífsins fagna breytingum á virðisaukaskattskerfinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing