Lögregla telur að grænlenski skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hafi með margvíslegum hætti reynt að hafa áhrif á minni og framburð hins skipverjans sem var handtekinn vegna málsins.
Talaði hann meðal annars eins og tvær stúlkur hefðu verið í bílnum.
Fréttatíminn greinir frá þessu.
Öðrum mannanna var sleppt eftir tvær vikur í gæsluvarðhaldi og er hann kominn heim til Grænlands. Hinn situr áfram í gæsluvarðhaldi og var það framlengt um tvær vikur í gær.
Fréttatíminn segist einnig hafa heimildir fyrir því að lögrelgan telji að annar eða báðir mennirnir hafi brotið á Birnu áður en hún var myrt. Ekki er vitað hvort það hafi gerst áður en annar þeirra, sá sem situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi, yfirgaf bílinn og hinn varð einn eftir með Birnu.
Í frétt Fréttatímans segir að þó að aðeins annar þeirra sé grunaður um að hafa ráðið Birnu bana sé ekki hægt að útiloka að hinn hafi verið í bílnum og jafnvel átt þátt í að veitast að henni. Þess vegna er skipverjinn, sem kominn er til Grænlands, ekki lausallra mála.